Keppnishandbók

Afhending gagna
Allir keppendur fá töskumiða ef þeir vilja skilja eftir tösku í rásmarki. Töskurnar verður síðan hægt að sækja nálægt endamarki.
Keppendur í Gyðjunni fá einnig “drop-bag” miða sem þeir setja á töskuna sem fer í Kjarnaskóg. Munið að merkja þann miða með númeri keppanda. Sú taska verður einnig skilin eftir í rásmarki.
Við afhendingu gagna verða keppendur í Gyðjunni að skrifa undir skilmála hlaupsins.
Rásmark
Rásmark fyrir Gyðjuna er við Goðafoss. Rásmark fyrir allar aðrar vegalengdir er í Kjarnaskógi á túninu fyrir ofan Kjarnakot.
- Gyðjan: kl. 21.00 og 02.00
- Tröllið: kl. 8.00
- Súlur: kl.10.00
- Fálkinn: kl.11.30
Mæting er að lágmarki 15 mín fyrir start.
Keppendur þurfa að sýna skyldubúnað í rásmarki.
Rútuferðir í rásmark
Boðið verður upp á rútuferðir fyrir keppendur frá Hofi að Goðafossi á föstudagskvöld og í Kjarnaskóg á laugardagsmorgun. Keppndur í Gyðjunni þurfa að skrá sig í Rútuferð.
Rútuferðin að Goðafossi tekur u.þ.b. 45 mín. og er brottför kl.19:45 hjá fyrra starti og 00:45 í seinna starti.
Rútuferðin í Kjarnaskóg tekur 10 mínútur og er brottför 45 mín fyrir start. Við hvetjum keppendur eindregið til að nýta sér þennan möguleika þar sem bílastæði í Kjarnaskógi eru takmörkuð.
Rútuferðin er innifalin í þátttökugjaldinu. Næg bílastæði eru við Hof og þaðan eru aðeins 400 m í endamark.
Brautarvarsla og brautarmerkingar
Leiðin er merkt með veifum með logoi hlaupsins, steinum máluðum með appelsínugulum lit og hluti leiðarinnar er stikuð. Hluta leiðarinnar er nær ógjörningur að merkja þannig að eingöngu sé hægt að stíla á sýnilegar merkingar til að rata ef skyggni verður slæmt, á það einkum við um fyrsta hluta leiðarinnar í Gyðjunni og legginn frá Súlum inn í Lamba í Tröllinu og Gyðjunni. Keppendur í Tröllinu og Gyðjunni verða því að hafa track af leiðinni í úri/síma.
Brautarvarsla verður við gatnamót innanbæjar á Akureyri en að öðru leyti er gert er ráð fyrir að keppendur kynni sér leiðina vel og gæti að eigin öryggi þegar farið er yfir vegi/götur. Takmörkuð brautargæsla er á afskekktari hlutum leiðarinnar.
Endamark
Endmark er í göngugötunni í miðbæ Akureyrar. Drykkir verða í boði fyrir keppendur að hlaupi loknu í boði Ölgerðarinnar og MS.
Sjúkrahjálp og viðbrögð við óhappi/slysi
Sjúkrahjálp verður á Súlubílastæði og í markinu. Einnig verða björgunarsveitarmenn á nokkrum varhugaverðum stöðum í brautinni. Starfsmenn hlaupsins munu fylgjast með og meta ástand hlaupara á leiðinni og ef þeir telja ástæðu til munu þeir stöðva hlaupara (sjá neðar).
Ef keppandi villist eða lendir í minniháttar óhappi má hringja í mótsstjóra (860 0636) en ef alvarlegt slys ber að höndum skal hringja í 112. Keppendum ber skylda til að aðstoða aðra keppendur sem hafa slasast eða eru í öðrum alvarlegum vanda.
Símanúmer mótsstjóra verður á keppnisnúmerinu en við mælum einnig með að vista það inn í símann, númerið er 860 0636.
Ekki er öruggt að gsm samband sé á fyrsta hluta leiðarinnar í 100 km hlaupinu né á leiðinni frá Súlum og í Lamba (Tröllið og Gyðjan).
Í markinu tekur læknir á móti öllum þátttakendum og athugar líðan og ástand hlaupara. Vinsamlegast fylgið fyrirmælum hans og staldrið við í sjúkratjaldinu ef hann óskar þess.
Stöðvun hlaupara
Starfsmenn hlaupsins (björgunarsveitarfólk á hlaupaleið, eftirfarar, yfirdómari, læknar og stöðvarstjóri á drykkjarstöðvum) verða að meta það í hverju tilviki fyrir sig, út frá aðstæðum, hvort eftirfarandi atriði eiga við þegar ástand hlaupara er metið og ástæða þykir til að stöðva hlaupara.
Stöðva á hlaupara ef:
- Hlaupari nær ekki tímatakmörkum út af drykkjarstöð.
- Hugarstarf hlaupara er skert, svo sem vegna ofkælingar, ofáreynslu, vökvaskorts eða annarra orsaka.
- Hlaupari skapar hættu fyrir sjálfan sig og/eða aðra.
- Búnaður eða fatnaður hlaupara er ekki í samræmi við aðstæður eða hann ekki með skilgreindan öryggisbúnað.
- Hlaupari fer ekki eftir reglum hlaupsins.
Ef keppandi hættir í hlaupi
Algjör skylda er að láta starfsmann hlaupsins vita ef keppandi þarf að hætta í hlaupinu. Ef gsm samband er til staðar skal hringja í mótsstjóra (símanúmer á keppnisnúmerinu) en annars biðja næsta starfsmann um að koma boðum til mótsstjóra. Þetta er afar mikilvægt svo ekki komi til útkalls björgunarsveita að ástæðulausu.
Salerni
við Súlubílastæði, Lamba og í miðbæ Akureyrar.
Tímataka
Tímataka er í umsjá Tímataka.net. Mikilvægt er að keppnisnúmer sé vel sýnilegt framan á keppanda í brjóst- eða mittishæð. Það er bæði fyrir starfsmenn hlaupsins til að vita hverjir eru þátttakendur og til að fá millitíma skannaða.
Millitímar verða teknir á eftirfarandi stöðum:
- Gyðjan: Belgsá, Vaðlaheiði, Kjarnaskógur, Súlubílstæði, Súlur, Lambi, Súlubílastæði, Háskólasvæði
- Tröllið: Súlubílstæði, Súlur, Lambi, Súlubílastæði, Háskólasvæði
- Súlur: Súlubílastæði, Súlur, Súlubílastæði, Háskólasvæði
- Fálkinn: Súlubílastæði, Háskólasvæði
Tímatakmörk
Tímatakmörk eru sett bæði með öryggi hlauparans og björgunarsveitarmanna í huga. Sjá má tímatakmörkin í síðu hverrar vegalengdar.
Markið lokar kl.19:00 og mun þá starfsfólk hlaupsins taka niður tímatökubúnað og marksvæði.
Verðlaunaafhending
Keppt er í kvenna- og karlaflokki í öllum vegalengdum og veitt eru vegleg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki.
Verðlaunaafhending verður í miðbænum í endamarki og verða verðlaun veitt kl.16.
Hvatningarstaðir
Vinir og ættingjar keppenda eru hvattir til að koma og hvetja og setja svip sinn á keppnina. Gott er að styðjast við tímatöflur með áætluðum tímum hægustu og hröðustu hlaupara til að sjá hvenær hlauparar verða á ferðinni á hverjum stað (sjá í upplýsingum um hverja vegalengd). Einnig verður hægt að sjá millitíma keppenda á timataka.is og áætla út frá því hvenær er von á þeim í seinni hluta brautarinnar.
Mótstjórn bendir sérstaklega á eftirfarandi staði, þar sem auðvelt er að koma að keppnisleiðinni:
- Goðafoss
- Vaglaskógur
- Gömlu brýr/Leiruvegur
- Kjarnaskógur
- Gamli
- Fálkafell
- Súlubílastæði
- Fallorkustígur
- Stígur ofan Háskóla