Fönn
Fönn er 4 km skíðagönguleið um Kjarnaskóg .
Fönn, fönn, fönn, fönn íslensk fönn söng Ragga Gísla. Við gleðjumst yfir fönnum því þar má renna sér á skíðum. Fönn á eins og aðrar skíðagöngukeppnir Súlur Vertical rætur sínar að rekja til Hermannsgöngunnar, sem kennd var við íþróttafrömuðinn og skíðaáhugamanninn Hermann Sigtryggsson.


Ræst verður í Kjarnaskógi 25. janúar 2025.
Brautarlýsing:
Gangan hefst og endar á Kjarnatúni ofan við bílastæðin við Kjarnakot. Trimmbrautinni er fylgt réttsælis, beygt upp Naustaborgarleið og svo inn á tjaldsvæðið við Hamra. Gengið þaðan inn á Skógarleið og svo aftur inn á Trimmbraut ofan við Sólúrið. Rennt sér niður að Sólúrinu og áfram í sveig niður Kjarnatún í mark.
Rástími
25.janúar 2025 - 12:15 í Kjarnaskógi
Innifalið í skráningu:
- Súpa að lokinni göngu og pylsur fyrir börnin
- Drykkir í lokamarki/drykkjarstöð
Sérstakir styrkaraðilar skíðagöngu eru







