Klöppin


Ræst verður í Kjarnaskógi 23. ágúst 2025.
Klöppin er fyrir lengra komna, en á færi flestra sem hafa reynslu af malarhjólreiðum. Gott klifur í byrjun og á lokakaflanum sér til þess að öll koma sveitt og sæl í endamark búin að sigrast á leiðinni og sjálfu sér.
Útfærsla leiða er birt með fyrirvara um breytingar. Gravel og fjallahjól leyfð, ekki verður krafist sérstaks hlífðarbúnaðar fyrir utan hjálm. Rafmagnshjól ekki leyfð.
Keppendur skulu prenta út eigin kort og/eða leiðarlýsingar eða hlaða upp GPS-skrá keppnisleiðarinnar í tæki sitt fyrir keppni.
Þetta verður aðal leiðsöguaðferðin.
Smelltu hér til að hlaða niður GPX skrá fyrir Klöppina.