Ræst verður í Kjarnaskógi 23. ágúst 2025.    

Mölin er leið fyrir fólk sem leitar að áskorun, vill njóta þess besta sem þekkist í hjólreiðum og reyna á sig upp brekkur sem eru samt ekkert of langar. Brautin hentar þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í malarhjólareiðum, hvort sem það leitar að keppni eða leitar að áskorun.


Útfærsla leiða er birt með fyrirvara. Gravelhjól og fjallahjól leyfð, ekki verður krafist sérstaks hlífðarbúnaðar fyrir utan hjálm. Í Mölinni verður boðið upp á rafmagnshjólaflokk.

Keppendur skulu prenta út eigin kort og/eða leiðarlýsingar eða hlaða upp GPS-skrá keppnisleiðarinnar í tæki sitt fyrir keppni.

Þetta verður aðal leiðsöguaðferðin.

Smelltu hér til að hlaða niður GPX skrá fyrir Mölina.