Takk fyrir þáttökuna

Súlur vertical þakkar hlaupurum fyrir þáttökuna í hlaupinu, sjálfboðaliðum fyrir þeirra ómetanlega starf við framkvæmd hlaupisns og styrktaraðilum fyrir þeirra framlag. Við erum himinsæl með daginn og hlökkum til að endurtaka leikinn að ári.

Margir sterkustu hlauparar landsins mættu í brautina og baráttan um toppsætin var hörð í flestum vegalengdum. Brautarmet féllu í bæði karla- og kvennaflokki í Fálkanum og Súlunum og Súluhlaupið var það sterkt að í bæði karla- og kvennaflokki hlupu fyrstu þrjú undir eldri brautarmetum. Tröllið og Gyðjuna var verið að hlaupa í fyrsta sinn og sigurtímar þar því eðli málsins samkvæmt brautarmet líka. Ekki má svo gleyma þeim fjölmörgu hlaupurum sem náðu sínum markmiðum og persónulegum bætingum. Svo sigurvegarnir voru mun fleiri.

Úrslit úr hlaupinu er hægt að sjá á timataka.is og eru líka komin inn á hlaup.is, þar er einnig hægt að gefa hlaupinu einkunn og hvetjum við þátttakendur til að gera það því það hjálpar okkur mótshöldurum að sjá hvað hægt er að gera betur.

Á facebook-síðu hlaupsins er að finna fjölda mynda frá hlaupadeginum sem þáttakendum er heimild að nýta að vild.

Sigurvegarar í Gyðjunni
Hulda Elma Eysteinsdóttir 16:11:23
Rakel Hjaltadóttir 17:19:26 (vantar á mynd)
Sigrún B. Magnúsdóttir 19:47:39

Sigurvegarar í Gyðjunni
Jón Gunnar Gunnarsson 13:26:50
Jósep Magnússon 14:06:40
Jens Kristinn Gíslason 14:14:48

Sigurvegarar í Tröllinu
Thelma Björk Einarsdóttir 5:03:21
Rannveig Oddsdóttir 5:09:05
Hildur Aðalsteinsdóttir 5:21:29
Sigurvegarar í Tröllinu
Þorsteinn Roy 4:03:02
Halldór Hermann Jónsson 4:12:56
Baldvin Ólafsson 4:25:12
Sigurvegarar í Súlum
Andrea Kolbeinsdóttir 2:41:05 (vantar á mynd)
Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir 3:02:42
Bergey Stefánsdóttir 3:17:34
Sigurvegarar í Súlum
Snorri Björnsson 2:25:59
Baldvin Þór Magnússon 2:32:51
Jörundur Frímann Jónasson 2:34:30 (vantar á mynd)

Sigurvegarar í Fálkanum
Íris Anna Skúladóttir 1:23:58
Halldóra Huld Ingvarsdóttir 1:26:34
Anna Berglind Pálmadóttir 1:27:22

Sigurvegarar í Fálkanum
Sigurjón Ernir Sturluson 1:17:40
Þórólfur Ingi Þórsson 1:19:44
Logi Ingimarsson 1:20:42