Súlur Vertical
Hlaupasería Súlur Vertical býður upp á stórbrotna upplifun fyrir hlaupara og áhugafólk um óspillta náttúru og fagurt umhverfi. Hlaupin verða haldin 4. og 5. ágúst 2023 og spanna frá 19 km hlaupi á stígum í bæjarlandinu og upp í 100 km hlaup sem hefst hjá Goðafossi. Hundrað kílómetra hlaupið er nú haldið í fyrsta skipti og hefur mikið verið lagt uppúr hlaupaleiðinni.