Fálkinn er 19 km stígahlaup með 530 m hækkun. Skemmtileg leið sem flestir ráða við.
Hlaupið hefst í Kjarnaskógi. Þaðan er hlaupið upp á hamrana fyrir ofan skóginn þar sem er frábært útsýni yfir bæinn og fjörðinn. Hlaupið er að skátaskálanum Fálkafelli og þaðan niður á Súlubílastæði. Frá Súlubílastæði liggur leiðin yfir Glerárgil og fylgir svo nýlegum stíg sem kenndur er við Fallorku meðfram Glerá niður að Hlíðarbraut. Farið er yfir Hlíðarbraut og haldið áfram meðfram Glerá að Háskólanum á Akureyri. Að lokum eru síðustu 2–3 kílómetrarnir hlaupnir meðfram götum bæjarins niður í miðbæ Akureyrar þar sem hlaupið endar.
Hér er hægt að sækja gpx skrá af leiðinni.
Skráningarfrestur: 25.07.2024, 23:59
Skyldubúnaður er enginn. En ef hlauparar ætla að nýta sér drykkjarstöðina á Súlubílastæði þurfa þeir að hafa brúsa eða glas meðferðis. Leyfilegt er að hlaupa með stafi en þeir þurfa þá að vera með alla leið frá upphafi til enda hlaups.