Um okkur

Fjallahlaupið Súlur Vertical fer fram á Akureyri um verslunarmannahelgina. Hlaupið var fyrst haldið árið 2016 að frumkvæði Þorbergs Inga Jónssonar ofurhlaupara. UFA Eyrarskokk tók síðan við keflinu 2017 og hélt hlaupið næstu ár á eftir. Félagasamtökin Súlur Vertical standa að viðburðinum í dag. Félagasamtökin Súlur Vertical voru stofnuð árið 2020. Tilgangur félagsins er meðal annars að efla útivist og hreyfingu, standa að viðburðahaldi, fjölga og bæta utanvegastíga og merkingar í nærumhverfi Akureyrar, efla vinsældir utanvegahlaupa, fjallahlaupa og annarrar hreyfingar í náttúrunni.

Keppt er í fjórum vegalengdum, 100km, 43km, 28km og 19km. Styttri vegalengdirnar fara af stað í Kjarnaskógi en 100km hlaupið hefst við Goðafoss. Öll hlaupin enda í miðbæ Akureyrar.