Skráning í rútur

Boðið er upp á rútuferðir úr miðbæ Akureyrar (frá Hofi) að rásmarki í öllum hlaupunum. Við hvetjum keppendur endregið til að nýta sér þennan möguleika þar sem bílastæði í Kjarnaskógi eru takmörkuð og um langan veg að fara að Goðafossi og þægilegt að þurfa ekki að sækja bíl þangað eftir hlaup. Næg bílastæði eru við Hof og þaðan eru aðeins 400 m í endamark.

Rútuferðin er innifalin í þátttökugjaldinu en skrá þarf sig í rútu fyrir miðnætti miðvikudaginn 2. ágúst með því að fylla út rafrænt skráningarblað.

Rútuferðin að Goðafossi tekur u.þ.b. 45 mín. og er brottför kl.18:45 hjá fyrra starti og 23:45 í seinna starti.

Rútuferðin í Kjarnaskóg tekur 10 mínútur og er brottför 45 mín fyrir start.