Tilkynningar

Skráning í rútur

Boðið er upp á rútuferðir úr miðbæ Akureyrar (frá Hofi) að rásmarki í öllum hlaupunum. Við hvetjum keppendur endregið til að nýta sér þennan möguleika þar sem bílastæði í Kjarnaskógi eru takmörkuð og um langan veg að fara að Goðafossi og þægilegt að þurfa ekki að sækja bíl þangað eftir hlaup.

Breyting á skráningarfresti

Opið verður fyrir skráningu til miðnættis 1. ágúst. Fjöldatakmarkanir eru á skráningar í hverri vegalengd.