1/5

Velkomin í Súlur Vertical!

 

Fjallahlaupið Súlur Vertical fer fram á Akureyri um verslunarmannahelgina. Hlaupið var fyrst haldið árið 2016 að frumkvæði Þorbergs Inga Jónssonar ofurhlaupara. UFA Eyrarskokk tók síðan við keflinu 2017 og hélt hlaupið næstu ár á eftir. Félagasamtökin Súlur Vertical standa að viðburðinum í dag.

 

Keppt er í þremur vegalengdum, 55km, 28km og 18km, þar sem hlaupið er um stórbrotna náttúru í kringum Akureyri. Allir hlauparar fara af stað í Kjarnaskógi og ljúka hlaupinu í miðbænum. Lengsta vegalengdin er með 3.000 metra hækkun og gefur 3 ITRA punkta. Hlaupið er meðal annars upp á bæjarfjöllin Súlur og Hlíðarfjall.

 

Félagasamtökin Súlur Vertical voru stofnuð árið 2020. Tilgangur félagsins er meðal annars að efla útivist og hreyfingu, standa að viðburðahaldi, fjölga og bæta utanvegastíga og merkingar í nærumhverfi Akureyrar, efla vinsældir utanvegahlaupa, fjallahlaupa og annarrar hreyfingar í náttúrunni.

 

Viðburðurinn hlaut styrk úr uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra 2020 og 2021.

sl_nordurland_e-02.jpg