Hlauparar í Fálkanum verða ræstir í nokkrum hópum eftir áætluðum tíma, hröðustu hlaupararnir fyrstir kl. 11.30 og aðrir hópar þar á eftir með nokkurra mínútna millibili.
Hlauparar staðsetja sig í ráshóp út frá viðmiði um hlaupahraða í 10 km hlaupi. Í fyrsta ráshóp fara hlauparar sem telja sig geta hlaupið 10 km á innan við 50 mínútum. Í annan ráshóp hlauparar sem eru 50-60 mín að hlaupa 10 km og í þriðja ráshóp hlauparar sem eru lengur en 60 mín að hlaupa 10 km.
Hópaskiptingin er gerð til að umferð um þröngu stígana í upphafi hlaupsins gangi sem greiðast fyrir sig og það myndist ekki stíflur í brautinni. Það er því mikilvægt að hlauparar fari af stað í réttum hóp. Hlaupari sem fer af stað með of hröðum hóp miðað við hlaupagetu upplifir að vera fyrir í brautinni og hlaupari sem byrjar með hægari hóp þarf að troðast fram úr fjölda hlaupara. Það borgar sig því að fara af stað í réttum hóp.