SulurVertical Logo-4.png
unnamed.png
SulurVertical_v2.jpg

Súlur Vertical 55 er 55 km fjallahlaup með 3.000 metra hækkun þar sem hlaupið er upp á bæjarfjöllin Súlur og Hlíðarfjall. VEGNA VEÐURÚTLITS VERÐUR GERÐ BREYTING Á BRAUT - SJÁ HÉR AÐ NEÐAN. 

Mótsstjórn hefur með öryggi keppenda og starfsmanna hlaupsins að leiðarljósi tekið ákvörðun um að breyta áður auglýstri keppnisleið 55 km hlaupsins. Er þetta gert í samráði við veðurfræðinga sem fylgst hafa með spám á Glerárdal og Hlíðarfjalli alla vikuna og fulltrúa björgunarsveitarinnar Súlna á Akureyri. 

 

Spár gera ráð fyrir köldu veðri, éljum og 8-12 m/s til fjalla sem hefði í för með sér erfiðar aðstæður á stórum hluta 55 km leiðarinnar, einkum hæst uppi við Lambáröxl, fremst á Glerárdal og uppi á Híðarfjalli. Gert er ráð fyrir mun skaplegra veðri í og nálægt byggð. 

 

Keppendur þurfa þó ekki að örvænta, ný og spennandi leið hefur verið útfærð fyrir hlaupið í ár sem er 56 km og með 2785 m hækkun. GPX TRACK hér.

 

Rástími og rásstaður helst óbreyttur: kl. 7:00 í Kjarnaskógi

 

Leiðarlýsing - ný leið 2022 vegna veðurs

Í stuttu máli er 28 km leiðin hlaupin 2 x með örlitlum breytingum þó. Nánari leiðarlýsing hér að neðan. 

Hlaupið hefst í Kjarnaskógi, það er hlaupið þaðan upp á hamrana fyrir ofan Akureyri þar sem er frábært útsýni yfir bæinn og fjörðinn. 

Eftir um 300 m hækkun á góðum stíg er farið framhjá skátaskálanum Gamla og svo áfram yfir klappirnar og fram hjá skátaskála sem heitir Fálkafell. Þaðan er hlaupið niður að Súlubílastæði þar sem er fyrsta drykkjarstöð. 

Eftir hana er farið upp stikaða gönguleið á bæjarfjallið Súlur. Eftir rúma 5 km og 900 m hækkun er toppnum náð.

Á Súlum er snúið við og farið aftur niður á Súlubílastæði. Starfsmaður með handskanna skannar númer keppenda uppi á Súlum.

Frá Súlubílastæði er hlaupið um 1,5 km niður Súluveg að svokallaðri Ferjuleið sem liggur beint niður í Naustaborgir. Þetta er stórskemmtilegt niðurhlaup á gömlum slóða sem endar í Naustaborgum. Hlaupið er suður í gegnum Naustaborgir og aftur niður í Kjarnaskóg þar sem hlaupið hófst. Þar verður drykkjarstöð.

 

Hefst svo sama leið og í upphafi hlaups, þ.e. farið aftur upp á Súlubílastæði upp á Súlur og niður aftur á Súlubílastæði. Þaðan yfir Glerárgil, niður Fallorkustíg og niður í Miðbæ (sama leið og 28K og 18 fara).

 

Að lokum eru síðustu 2-3 kílómetrarnir hlaupnir meðfram götum bæjarins niður í miðbæ Akureyrar þar sem hlaupið endar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Keppendur sem hafa nú þegar sett eldri leið í úr/GPS tæki verða að eyða þeirri leiðarlýsingu og setja inn nýja. 

 

Skyldubúnaður - ákvörðun 28.júlí:

 • Brúsi/glas 0,5 l lágmark (ekki verða nein glös á drykkjarstöðvum)

 • Sími með næga hleðslu og neyðarnúmerið 112 vistað inn ásamt símanúmeri hlaupastjóra: 822 4115

 • Álteppi að lágmarksstærð 130 x 200 cm 

 • Flauta

 • Vatnsheldur jakki

 • Buff/húfa 

 • Hlýir vettlingar

 • Teygjuband/teip (100 x 5 cm)

 • Orka sem samsvarar að lágmarki 600 kcal þegar lagt er af stað

 • Háir sokkar/kálfahlífar eða síðbuxur

 

Einnig mælum við með hlýjum aukafötum í dropbag - peysu, vettlingum og jafnvel öðrum jakka.


 

​Þátttakendur þurfa, á meðan hlaupinu stendur, að hafa skyldubúnað á sér og vera viðbúnir því að starfsmenn hlaupsins óski eftir því að sjá búnaðinn áður en keppni hefst, meðan á henni stendur og í endamarki. Ef skyldubúnað vantar er tímavíti (15-60 mínútum bætt við lokatíma viðkomandi sem fer eftir hve mikinn skyldubúnað vantar). Hægt er að vísa þátttakanda úr keppni ef mikinn skyldubúnað vantar.

Stafir - leyfilegt er að hlaupa með stafi en reglan er sú að þá þarf að hlaupa með þá allt hlaupið  - þú byrjar með stafi - endar með stafi.


 

Drykkjarstöðvar

 

Súlubílastæði eftir 10 km, 21 km, 37 km og 48 km

Aðgangur að dropbag eftir 21 km, 37, og 48 km. Aðstoðarmaður leyfður eftir 37 og 48 km. 

 • Drykkir: vatn, gatorade, pepsi

 • Næring: gifflar snúðar, saltkringlur, mars/snickers, appelsínur, bananar

 

Kjarnaskógur eftir 27 km

 • Drykkir: vatn, gatorade

 • Næring: bananar

 

Fallorkustígur eftir 53 km 

 • Vatn - sjálfsafgreiðsla
   

Tímatakmörk

Miðað er við að hlauparar geti klárað 55 km á innan við 12 klukkutímum sem gefa 400 ITRA stig. Eftir þann tíma er starfsmönnum hlaupsins heimilt að byrja að taka saman búnað á marksvæði. Til að ná tímatakmörkum verða hlauparar að vera farnir út af drykkjarstöð á Súlubílastæði á innan við 7 klst og 15 mín eða kl.14:15. Þeir hlauparar sem ná ekki þessum tímatakmörkum þurfa að hætta í hlaupinu. Þessi regla á við um alla þátttakendur og er ekki hægt að semja við starfsmenn á staðnum um aðra kosti.

Tímatafla 55 km

THTR3291.jpg
644A6314.jpg
644A6193.jpg
HG__1508.JPG
XXXX.png