SulurVertical Logo-6.png
644A8613.jpg

Súlur Vertical 18 er 18,8 km utanvegahlaup með 430 metra hækkun sem hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum.

 

Hlaupaleiðin 

Hlaupið hefst í Kjarnaskógi, það er hlaupið þaðan upp á hamrana fyrir ofan Akureyri þar sem er frábært útsýni yfir bæinn og fjörðinn. Leiðin liggur þaðan yfir Glerárgil og fylgir svo nýlegum stíg kenndan við Fallorku meðfram Glerá. Farið yfir Hlíðarbraut og haldið áfram meðfram Glerá að Háskólanum á Akureyri.

Að lokum eru síðustu 2-3 kílómetrarnir hlaupnir meðfram götum bæjarins niður í miðbæ Akureyrar þar sem hlaupið endar

644A8340.jpg
644A7770.jpg
bib_2021_18.png

​Skráning hefst 14. janúar 2022 og lýkur 26. júlí 2022

Rásmark   

Staðsetning: Í Kjarnaskógi rétt fyrir ofan Kjarnakot. Hér er linkur á Google maps.

Hlaupið hefst kl. 11:00


 

​Rútuferðir og samgöngur í rásmark

Keppendum er ráðlagt að skilja bíla eftir í miðbæ Akureyrar, en þeim er boðið upp á rútuferðir frá Hofi í Kjarnaskóg á laugardagsmorgun. Keppendur geta skilið eftir tösku í rásmarki sem verður svo ferjuð í endamark.

Bílastæði eru á nokkrum stöðum í Kjarnaskógi, sjá kort.
 

Ein drykkjarstöð er á leiðinni 

Súlubílastæði eftir 10 km.

Einnig eru lækir á leiðinni sem hægt er að drekka úr og/eða fylla á brúsa.

Aðstoð frá utanaðkomandi aðila verður ekki leyfð utan drykkjarstöðva.

Brautarvarsla 

Brautarvarsla verður við gatnamót innanbæjar á Akureyri en að öðru leyti er gert er ráð fyrir að keppendur kynni sér leiðina vel og leiðin verður vel merkt.

GPX leiðarlýsing fyrir úr er að finna hér. Við mælum með að hafa leiðina (GPX) í úri/síma/GPS tæki.

Enginn skyldubúnaður 

En ef þátttakendur ætla að nýta sér drykkjarstöð þá þarf brúsi/glas að vera með í för því ekki verða nein glös á drykkjarstöðvum

Stafir - leyfilegt er að hlaupa með stafi en reglan er sú að þá þarf að hlaupa með þá allt hlaupið  - þú byrjar með stafi - endar með stafi.

Sjúkrahjálp verður á Súlubílastæði og í endamarki.

Salerni eru við rásmark í Kjarnaskógi og einnig eru þau við Súlubílastæði og í miðbæ Akureyrar nálægt endamarki.

 

Verðlaun og keppnisflokkar

Keppt er í kvenna- og karlaflokki og veitt eru vegleg verðlaun frá 66°Norður fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki. 

 

Í stuttu máli:

​Ræsing: 30. júlí 2022 kl. 11:00

Rásmark: Kjarnaskógur, Akureyri

Endamark: Ráðhústorg, Akureyri

Vegalengd: 18,8 km 

Hækkun: 430m

Lækkun: 540m

​Tímamörk: 04:00 

​Áætlaður tími fyrsta keppanda í mark 12:15

sulur18.jpg